Fara í efni
Þór

Þór/KA tapaði fyrir Stjörnunni í Boganum

Þór/KA tapaði 4:0 fyrir Stjörnunni í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Þetta var síðasti heimaleikur Þórs/KA í sumar.

Staðan var 3:0 þegar fyrri hálfleik lauk, sem var afar sérkennilega staða því leikurinn var nokkurn veginn í jafnvægi og Þórs/KA hafði fengið tvö dauðafæri, fyrst í stöðunni 1:0 og aftur þegar Stjarnan hafði bætt öðru markinu við.

Leikurinn fór fram í Boganum. Hann var upphaflega á dagskrá í gær en var þá frestað vegna veðurs og strax þá var ákveðið að leikið yrði innandyra.

Aðeins er ein umferð eftir af Bestu deildinni, Þór/KA sækir KR heim um næstu helgi. Valsmenn eru orðnir Íslandsmeistarar og lið Aftureldingar og KR eru fallin úr deildinni. Eftir sigurinn í dag er Stjarnan með pálmann í höndunum í baráttunni við Breiðablik um sæti í Evrópukeppninni næsta sumar.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Hér og hér er góð umfjöllun um leikinn á mbl.is