Þór
Þór/KA tapaði fyrir KR í síðasta leiknum
01.10.2022 kl. 20:00
Hulda Ósk Jónsdóttir gerði bæði mörk Þórs/KA í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þór/KA tapaði 3:2 fyrir KR í Reykjavík í dag í lokaumferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þór/KA endaði í sjöunda sæti deildarinnar en lið KR er í neðsta sæti og löngu fallið.
KR skoraði tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2:0 þegar honum lauk. Hulda Ósk Jónsdóttir jafnaði með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik en sigurmark KR kom úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðngur lifði leiks.
Smelltu hér til að sjá leikskýrsluna