Fara í efni
Þór

Þór/KA sigraði af öryggi í Kjarnafæðismótinu

Sandra María Jessen gerði þrjú mörk í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Lið Þórs/KA tryggði sér sigur í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í gær með 6:0 sigri á Völsungi í Boganum. Þór/KA vann alla fjóra leikina og hlaut 12 stig.

Þór/KA2 endaði í 2. sæti með níu stig í þessu árlegu æfingamóti Knattspyrnudómarafélags Norðurlands,

Sandra María Jessen gerði þrjú mörk í leiknum. Hin mörkin gerðu Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Amalía Árnadóttir og Emelía Ósk Krüger.

Nánar hér á heimasíðu Þórs/KA

Leikmannahópurinn hjá Þór/KA í gær ásamt sex stelpum sem voru lánaðar til Völsungs í leiknum, en þær komu einnig allar við sögu með liðum Þórs/KA í Kjarnafæðismótinu.