Fara í efni
Þór

Þór/KA sækir meistara Breiðabliks heim í dag

Karen María Sigurgeirsdóttir gerði sigurmark Þórs/KA í Eyjum en liðið tapaði fyrir Selfyssingum í Boganum. Myndin er úr þeim leik. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Þór/KA mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi Max deild Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna í dag í Kópavogi. Stelpurnar okkar unnu ÍBV 2:1 í Eyjum í fyrstu umferðinni en töpuðu fyrsta heimaleiknum, 2:0, fyrir Selfyssingum í Boganum.

Blikarnir rótburstuðu Fylki í fyrstu umferðinni á heimavelli 9:0 en töpuðu síðan 4:2 fyrir ÍBV í Eyjum.

Leikur Breiðabliks og Þórs/KA hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á stod2.is