Þór
Þór/KA og Tindastóll mætast í sögulegum leik
27.05.2021 kl. 15:59
Hulda Björg Hannesdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir sækja að marki Stjörnunnar í Boganum í síðustu umferð. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þór/KA og Tindastóll mætast í kvöld fyrsta sinni í efstu deild Íslandmsótsins í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki og hefst klukkan 20.00.
Tindastóll er nýliði í Pepsi Max deildinni og leikur í sumar í fyrsta skipti í efstu deild. Sauðkrækingar eru í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig að loknum þremur leikjum en Þór/KA er hins vegar í níunda sæti, því næst neðsta, með þrjú stig en hefur þó lokið fjórum leikjum.
Leikir Þórs/KA til þessa:
- ÍBV - Þór/KA 1:2
- Þór/KA – Selfoss 0:2
- Breiðablik – Þór/KA 3:1
- Þór/KA – Stjarnan 0:1
Leikir Tindastóls til þessa:
- Tindastóll – Þróttur 1:1
- Tindastóll – ÍBV 2:1
- Breiðablik – Tindastóll 0:1
Leik Fylkis og Tindastóls í 2. umferð deildarinnar var frestað vegna Covid.
Leikurinn í kvöld verður sýndur beint á stod2.is