Fara í efni
Þór

Þór/KA mætir Val í Bestu deildinni í dag

Sandra María Jessen skorar gegn Keflvíkingum fyrr í sumar. Hún hefur gert sex mörk í deildinni í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA mætir Val í Reykjavík í dag í Bestu deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn er liður í fyrstu umferð fimm leikja framlengingar sex efstu liða deildarinnar.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram á morgun, föstudag, en var flýtt um sólarhring vegna mjög slæmrar veðurspár á suðvesturhorninu annað kvöld og aðra nótt. Gul veðurviðvörun er vegna þessa frá Suðurlandi og allt vestur á firði.

  • Valur - Þór/KA
    fimmtudag 1. september 18.00
  • Þór/KA - Breiðablik
    miðvikudag 13. september 16.45
  • Þróttur - Þór/KA
    sunnudag 17. september 14.00
  • Þór/KA - Stjarnan
    laugardag 30. september 14.00
  • FH - Þór/KA
    föstudag 6. október 15.45

Liðin halda stigunum úr 18 liða hefðbundinni deildarkeppni og að loknum þessum fimm leikjum liggur fyrir hvaða lið verður Íslandsmeistari og hverjir tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni.

Valur stendur óneitanlega vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn; hefur 42 stig í efsta sæti, átta stigum á undan Breiðabliki. Fimmtán stig eru í pottinum.

Staðan í deildinni fyrir fimm síðustu leikina:

  • Valur 42 stig
  • Breiðablik 34
  • Stjarnan 29
  • Þróttur R. 28
  • FH 28
  • Þór/KA 26

Smellið hér til sjá alla leikina sem eftir eru og stöðuna í deildinni