Þór
Þór/KA leikur gegn Aftureldingu syðra
08.05.2022 kl. 13:30
Harpa Jóhannsdóttir, markvörður Þórs/KA, var frábær í sigurleiknum gegn Val og Hulda Björg Hannesdóttir lék einnig vel í vörninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Stelpurnar okkar í Þór/KA mæta Aftureldingu í Bestu deildinni í knattspyrnu í Mosfellsbæ í dag.
Þór/KA tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli í fyrstu umferðinni, 4:1, en vann frækinn sigur á Íslandsmeisturum Vals, 1:0, í annarri umferð mótsins í Boganum. Afturelding hefur tapað báðum leikjunum til þessa; 4:1 heima fyrir Selfossi og 4:2 fyrir Þrótti á útivelli.
- Leikurinn hefst klukkan 14.00 verður sýndur beint á Stöð 2 Sport