Fara í efni
Þór

Þór/KA fær Valskonur í heimsókn í Bogann

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Einn leikur er á dagskrá í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu í dag: Stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í Boganum kl. 17.00.

Þetta er þriðji leikur Þórs/KA í 1. riðli A-deildar, liðið hefur þegar unnið FH og KR en Valur hefur aðeins lokið einum leik, tapaði 2:0 fyrir Þrótti um síðustu helgi.

Á myndinn eru Sandra María Jessen, til hægri, og Mist Edvardsdóttir þegar Þór/KA og Valur mættust síðast í Boganum. Þór/KA vann þá 1:0 í fyrstu umferð Íslandsmótins á síðasta ári. Mist meiddist illa í haust og hefur líklega lagt skóna á hilluna, Sandra María fer hins vegar vel af stað í ár og hefur gert fjögur í fyrstu tveimur leikjum Lengjubikarsins; eitt gegn KR og þrjú gegn FH.