Fara í efni
Þór

Þóra Pétursdóttir kjörin formaður Þórs

Ingi Björnsson, fráfarandi formaður Þórs, og Þóra Pétursdóttir, nýr formaður félagsins.

Þóra Pétursdóttir var kjörin formaður Íþróttafélagsins Þórs á aðalfundi þess í dag. Hún tekur við af Inga Björnssyni sem gegnt hefur embætti formanns síðustu fjögur ár.

Þóra, sem var varamaður í stjórn, er 33. formaður félagsins og önnur konan sem sest í stól formanns í 107 ára sögu Þórs. Svala Stefánsdóttir var formaður 1998 - 2000.

Nánar um aðalfundinn síðar