Fara í efni
Þór

Þór vann 13 marka sigur á liði Berserkja

Viðar Ernir Reimarsson var leikstjórnandi mestan hluta leiksins í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar unnu Berserki auðveldlega, 37:24, í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta í Víkinni í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 20:12 þannig að aldrei var spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Þórsarar „frumsýndu“tvo nýja leikmenn; Norður-Makedónínn Tomislav Jagurinovski gerði 12 mörk, þar af tvö úr víti, og Jóhann Einarsson, sem kom að láni frá KA, gerði fimm mörk. Tomislav skoraði nánast að vild í fyrri hálfleik, þegar hann gerði níu mörk en samt hafði maður á tilfinningunni að hann gæti enn betur. Hefði verið að máta sig við deildina og aldrei skipt í efsta gír.

Alusovski þjálfari tefldi fram sama liðinu lungann úr leiknum; fyrir utan var Jóhann í skyttuhlutverki vinstra megin, Viðar Ernir Reimarsson leikstjórnandi og örvhenta skyttan Tomislav  á sínum stað hægra megin. Hefur líklega viljað nota tækifærið og sjá hvernig nýju mennirnir tveir yrðu hluti af heildinni. 

Mörkin: Tomislav Jagurinovski 12 (2 víti), Halldór Yngvi Jónsson 7, Viktor Jörvar Kristjánsson 5, Jóhann Einarsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Auðunn Ingi Valtýsson 1 og Jón Ólafur Þorsteinsson 1.