Fara í efni
Þór

Þór tekur á móti FH í bikarkeppninni

Stevce Alusovski og lærisveinar hans í Þórsliðinu taka á móti úrvalsdeildarliði FH á miðvikudaginn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar mæta FH-ingum í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta, Coca Cola bikarkeppninni, á heimavelli á miðvikudagskvöldið. FH-ingar náðu loks að spila við Hörð á Ísafirði í gær í 16-liða úrslitum, eftir að leiknum var frestað nokkrum sinnum, fyrst vegna Covid og síðan vegna veðurs. FH-ingar sigruðu Ísfirðingana auðveldlega, 38:20.

Leikur Þórs og FH hefst í Íþróttahöllinni klukkan 19.00 á miðvikudaginn. Sigurvegarinn kemst í undanúrslit keppninnar og mætir þar Íslandsmeisturum Vals en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast lið KA og Selfoss.