Fara í efni
Þór

Þór tapar enn og er bara einu stigi frá fallsæti

Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði í kvöld; það var fyrsta mark hans fyrir meistaraflokk Þórs á Íslandsmóti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu fyrir Aftureldingu í kvöld, 4:1 , í áttundu umferð Lengjudeildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í Mosfellsbænum. Þórsarar eru sem fyrr með fimm stig, aðeins einu meira en KV sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Liðin tvö voru nánast samhliða fyrir kvöldið, Afturelding með sex stig og Þór fimm, bæði að loknum sjö leikjum. 

Þórsarar léku illa í kvöld. Afturelding gerði tvö mörk með stuttu millibiliu um miðjan fyrri hálfleikinn, það þriðja eftir rúman klukkutíma og staðan varð 4:0 á 73. mín. þegar Orri Sigurjónsson varð fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið mark þegar hann reyndi að komast fyrir skot. Sigfús Fannar Gunnarsson minnkaði muninn aðeins rúmri mínútu síðar með fyrsta markinu fyrir meistaraflokk Þórs á Íslandsmóti.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna