Þór
Þór tapaði fyrir ÍR í botnslagnum
04.11.2021 kl. 20:22
Ragnar Ágústsson var atkvæðamestur Þórsara í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þórsarar töpuðu fyrir ÍR-ingum í Reykjavík kvöld, í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta, Subway deildinni. Lokatölur urðu 86:61.
Þetta voru fyrstu stig ÍR-inga í deildinni en liðin tvö voru þau einu stigalausu fyrir leiki kvöldsins.
- Skorið í hverjum leikfjórðungi: 26:18 – 31:15 – 57:33 – 15:17 – 14:11 – 86:61
ÍR-ingar tóku forystu strax í byrjun leiks og Þórsarar náðu aldrei að jafna. Munurinn varð mestur 29 stig. Hætt er við að róður Þórsara verði gríðarlega erfiður áfram fái þeir ekki leikmenn sem fyrst í stað útlendinganna tveggja sem meiddust og urðu að fara heim.
- Ragnar Ágústsson (lék 25:26 mínútur af 40) – 7 stig, 13 fráköst, 2 stoðsendingar
- Baldur Örn Jóhannesson (27:33) – 6 stig, 11 fráköst, 1 stoðsending
- Eric Etienne Fongue (30:35) – 10 stig, 8 fráköst
- Kolbeinn Fannar Gislason (26:39) – 10 stig, 4 fráköst, 1 stoðsending
- Atle Bouna Black Ndiaye (29:21) – 11 stig, 8 fráköst, 1 stoðsending
- Dúi Þór Jónsson (31:21) – 12 stig, 3 fráköst, 5 stoðsendingar
- Hlynur Freyr Einarsson – (17:00) 5 stig, 1 frákast
- Smári Jónsson (8:39) – 1 stoðsending
- Ólafur Snær Eyjólfsson – (1:43)
- Páll Nóel Hjálmarsson – (1:43)
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina