Fara í efni
Þór

Þór tapaði á Ísafirði og fór niður í 9. sæti

Mjög svekktur að tapa þessu, fín frammistaða en klaufar að skora ekki í þessum leik, sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir tapið á Ísafirði. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór tapaði 1:0 fyrir Vestra á Ísafirði í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Með sigrinum fór Vestri upp í sjötta sæti en Þór fór niður það níunda.

„Ég er mjög svekktur að tapa þessu, fín frammistaða en klaufar að skora ekki í þessum leik,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, í stuttu spjalla við fótbolta.net í dag. 

„Leikurinn var mjög lokaður í fyrri hálfleik, við fengum besta færið en fáum þrjú, fjögur dauðafæri í seinni hálfleik,“ sagði þjálfarinn. Þórsliðinu hefur einmitt gengið illa að skora í sumar; hefur ekki gert nema 12 mörk í jafn mörgum leikjum en fengið á sig 24.

Það var Silas Songani sem gerði eina markið á 80. mínútu, af stuttu færi eftir aukaspyrnu.

Smellið hér til að sjá umfjöllun fotbolti.net.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna