Fara í efni
Þór

Þór sigraði Snæfell og komst upp í annað sæti

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu öruggan sigur á Snæfelli í kvöld í 1. deild kvenna í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Liðin mættust í Höllinni á Akureyri og lokatölur urðu 73:57.

  • Skorið eftir leikhlutum: 17:21 – 20:12 – (37:33) 21:10 – 15:14 – 73:57

Eftir sigurinn eru Þórsstelpurnar komnar í annað sæti deildarinnar, með 16 stig og Snæfellingar, sem eiga þó leik til góða. Stjarnan er í efsta sæti með 18 stig en hafa aðeins lokið níu leikjum – og unnið þá alla.

Heiða Hlín Björnsdóttir (12 stig, 8 fráköst, 1 stoðsending), Hrefna Ottósdóttir (14 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar), Maddy Anne Sutton (11 stig, 16 fráköst, 2 stoðsendingar) og Eva Wium Elíasdóttir (15 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingar) voru bestu menn Þórs í kvöld.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina