Þór
Þór kvaddi deildina með öruggum sigri
24.03.2023 kl. 23:15
Þórsarar glaðir í bragði rétt fyrir leikslok í kvöld. Frá vinstri: Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari, Toni Cutuk, Baldur Örn Jóhannesson og Páll Nóel Hjálmarsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar kvöddu næst efstu deild Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld með því að sigra lið Hrunamanna af miklu öryggi, 101:79, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Lið Þórs var fyrir löngu fallið úr deildinni og því var ekkert í húfi nema stoltið, frekar en hjá gestunum. En þótt kveðjustundin væri ekki gleðiefni var ánægjulegt að sjá frammistöðu liðsins í kvöld.
- Skorið eftir leikhlutum: 37:14 – 21:24 (58:38) – 24:15 – 19:26 – 101:79
Eins og tölurnar bera með sér fengu Þórsarar fljúgandi start og lögðu grunninn að góðum sigri strax í fyrsta leikhluta. Munurinn orðin 23 stig að honum loknum og munurinn í leiknum varð mestur 34 stig.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum
Smellið hér til að sjá umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs