Þór
Þór - ÍBV frestað vegna smita Eyjamanna
17.08.2021 kl. 23:00
Jóhann Helgi Hannesson skallar að marki þegar Þór og ÍBV mættust á Þórsvellinum í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Fjórir lykilmenn knattspyrnuliðs ÍBV hafa greinst með kórónuveirusmit og grunur leikur á að fleiri í hópnum séu smitaðir. Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og í kvöld hafði fotbolti.net eftir forráðamanni ÍBV að næstu tveimur leikjum liðsins yrði frestað þar sem allur leikmannahópurinn væri kominn í sóttkví.
Þórsarar áttu að taka á móti Eyjamönnum á föstudagskvöldið í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. KSÍ hefur ekki tilkynnt um frestun en það hlýtur að verða gert á morgun.