Fara í efni
Þór

Þór hafði ekki roð við nafna sínum og er úr leik

Larry Thomas með boltann, Dedrick Deon Basile til varnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór tapaði fyrir nafna sínum úr Þorlákshöfn með 32 stiga mun, 98:66, í síðasta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Leikið var í Höllinni á Akureyri og þar með hafa hinir Þórsararnir unnið þrjár viðureignir nafnanna en Akureyringarnir einn. Þeir eru úr leik en stórgott lið Þorlákshafnar er komið í undanúrslit.

Sigurinn í kvöld var mjög verðskuldaður. Gestirnir voru frábærir í fyrsta leikhluta, bæði í sókn og vörn, og staðan að honum loknum var 32:17. Heimamenn réðu ekki við þann eltingaleik sem framundan var eftir þann kafla og voru í raun aldrei nálægt því að ógna gestunum að ráði.

Á köflum gekk nánast allt upp í sóknarleik Þórsara að sunnan á meðan það var eins og boltinn hefði alls engan áhuga á því að fara ofan í körfuhringinn hinum megin. 

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum