Fara í efni
Þór

Tap fyrir Stjörnunni og Evrópudraumurinn úti

Hulda Ósk Jónsdóttir í dauðafæri snemma í seinni hálfleik en Erik Katrina Mcleod varði frá henni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tapaði 3:1 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag efri hluta Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Eftir þau úrslit eiga Stelpurnar okkar ekki lengur möguleika á sæti í Evrópukeppni næsta sumar.

Hulda Björg Hannesdóttir skoraði fyrir Þór/KA með fallegum skalla í kjölfar hornspyrnu seint í fyrri hálfleik og staðan var 1:0 að honum loknum.

Stjarnan var betri í seinni hálfleik og gerði þá þrjú mörk, en áður en gestirnir komust á blað fékk Hulda Ósk Jónsdóttir dauðafæri til að koma Þór/KA í 2:0 en nýtti það ekki.

Andrea Mist Pálsdóttir jafnaði gegn sínum gömlu félögum á 57. mín. og aðeins mínútu síðar skipti Kristján Guðmundsson þjálfaði Stjörnunnar, þremur varamönnum inná. Einn þeirra, Hulda Hrund Arnarsdóttir, tryggði Stjörnunni sigur með tveimur mörkum.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Meira síðar