Þór
Sveinn Leó ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs
11.10.2021 kl. 22:00
Sveinn Leó Bogason og Bjarni Sigurðsson, verðandi formaður knattspyrnudeildar Þórs. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.
Sveinn Leó Bogason verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Þór. Þorlákur Árnason var nýlega ráðinn þjálfari liðsins og í dag var gengið frá ráðningu Sveins Leós.
„Sveinn Leó er okkur Þórsurum vel kunnur enda Þórsari í húð og hár. Sveinn Leó stýrði öðrum flokki karla fjögur undanfarin ár. Hann tók við liðinu í B deild og kom því upp í A deild sumarið 2020 og árangur liðsins í A deild í sumar var með ágætum,“ segir á heimasíðu Þórs.