Fara í efni
Þór

Styrkja Garðinn hans Gústa um eina milljón

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar hefur gefið eina milljón króna til styrktar Garðinum hans Gústa, verkefnis sem nokkrir vinir Ágústs H. Guðmundssonar heitins standa að. Markmiðið er að reisa veglegan körfuboltavöll við Glerárskóla og afhenda Akureyrarbæ í nafni Ágústs, þegar aðstaðan verður fullbúin. Vinna er þegar hafin. 

Ágúst, sem lést í upphafi árs langt fyrir aldur fram, markaði djúp spor í sögu körfuboltaíþróttarinnar á Akureyri og í íþróttastarfi Þórs.

„Það er vel við hæfi að Minningarsjóður Baldvins leggi verkefninu lið þar sem Baldvini var umhugað um uppbyggingu innan póstnúmersins 603,“ segir á Facebook síðu sjóðsins.

  • Vert er að minna á fjársöfnun vegna verkefnisins, en vinir Ágústs ætla að safna fyrir helmingi kostnaðar en Akureyrarbær leggur til hinn helminginn. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0302-26-000562. Kennitala: 420321-0900.

Hér er hægt að fylgjast með framvindu verkefnisins.

Smellið hér til að lesa frétt um fyrstu skóflustunguna.

Ásgerður Jana og Berglind Eva, dætur Ágústs heitins og eiginkonu hans, Guðrúnar Gísladóttur, tóku fyrstu skóflustungu að Garðinum um miðjan júlí. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.