Fara í efni
Þór

Stórsigur Þórs/KA á FH í deildarbikarnum

Sandra María Jessen gerði þrjú mörk fyrir Þór/KA í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/​KA burstaði FH 6:1 í A-deild deilda­bik­arkeppni kvenna í fót­bolta í Bog­an­um í dag.

Staðan í hálfleik var 3:0 eftir að Amal­ía Árna­dótt­ir, Hulda Ósk Jóns­dótt­ir og Sandra María Jessen skoruðu. Amalía, sem er aðeins 16 ára, heldur uppi merki fjölskyldunnar í liðinu eftir að Margrét stóra systir samdi við Parma á Ítalíu í vetur!

Hildigunn­ur Ýr Bene­dikts­dótt­ir minnkaði mun­inn fyr­ir gest­ina strax í upphafi seinni hálfleiks en Sandra María bætti tveimur mörkum við og Sonja Björg Sig­urðardótt­ur gerði sjötta og síðasta mark Stelpnanna okkar í blálokin.

Fyrir leikinn í dag fékk Þór/KA afhentan bikar fyrir sigur í Kjarnafæðimótinu, æfingamóti Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, sem lauk á dögunum.

Fyrir leikinn gegn FH var afhentur bikarinn fyrir sigur í Kjarnafæðismótinu. Aftari röð frá vinstri: Ágústa Kristinsdóttir þjálfari, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Sonja Björg Sigurðardóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Amalía Árnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Krista Dís Kristinsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Pétur Heiðar Krisjánsson þjálfari, Hannes Bjarni Hannesson sjúkraþjálfari og Birkir Hermann Björgvinsson þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Sandra María Jessen, Una Móeiður Hlynsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.  Ljósmynd: Haraldur Ingólfsson.