Þór
Stórsigur Þórsara á Vestrastelpum
07.12.2021 kl. 23:50
Ioanna Lee McKenzie sækir að körfu Vestra í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Þórsarar unnu stóran sigur á liði Vestra í kvöld, 81:48, í neðri deild Íslandsmótsins í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri. Ioanna Lee McKenzie, bandaríska stúlkan sem gekk til liðs við Þór á dögunum, var yfirburðamaður á vellinum; skoraði 27 stig og tók 18 fráköst.
Efstu liðin hafa öll lokið níu leikjum: ÍR unnið átta og er með 16 stig, Ármann hefur unnið sjö og er með 14 stig en Þór og KR hafa bæði unnið sex af leikjunum níu og hafa því 12 stig.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum.