Þór
Stórsigur Þórsara á liði Snæfells í Höllinni
08.10.2023 kl. 20:45
Lore Devos, til vinstri, og Madison Anne Sutton. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar unnu mjög öruggan sigur á liði Snæfells frá Stykkishólmi í Íþróttahölinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var liður í þriðju umferð Subway deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins.
- Skorið eftir leikhlutum: 21:7 – 16:15 – (37:22) – 25:15 – 24:10 – 86:47
Yfirburðirnir voru ljósir strax í byrjun eins og sjá má á tölunum, munurinn 14 stig að loknum fyrsta leikhluta og gestirnir sáu í raun aldrei til sólar nema í öðrum leikhluta.
Lore Devos gerði 28 stig fyrir Þór og tók 10 fráköst, Madison Anne Sutton skoraði 14 stig og náði 17 fráköstum. Eva Wium Elíasdóttir gaf 9 stoðsendingar, lang mest allra.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.