Þór
Stórleikur Arturos en Þór lá gegn Selfossi
16.01.2023 kl. 22:50
Þórsarinn Arturo Fernandez Rodriguez með boltann í leiknum í kvöld. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.
Þórsarar töpuðu fyrsta heimaleik ársins í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld, þegar Selfyssingar komu í heimsókn. Lokatölur 103: 84 fyrir gestina.
- Skorið eftir leikhlutum: 12:20 – 16:23 (28:43) – 31:29 – 25:31 – 84:103
Arturo Fernandez Rodriguez var frábær í leiknum og gerði 47 stig fyrir Þór. Baldur Örn Jóhannesson kom næstur á stigalistanum með 18. Eins og sjá má á tölfræðinni voru gestirnir mun atkvæðameiri í fyrri hálfleik og lögðu þá grunn að sigrinum. Þórsarar klóruðu í bakkann í seinni hálfleik en það dugði ekki til.
Smellið hér til að skoða alla tölfræðina.