Fara í efni
Þór

Stopp Lawtons hjá Þór gæti orðið stutt

Jonathan Lawton, annar frá hægri, á varamannabekk Þórsara í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bandaríski bakvörðurinn Jonathan  Lawton, sem kom til körfuboltaliðs Þórs í sumar og miklar vonir voru bundnar við, meiddist það illa í fyrsta leik tímabilsins gegn Grindavík á dögunum að alls óljóst er að hann geti leikið meira með Þórsliðinu.

Lawton fékk þungt högg á öxl um miðjan annan leikhluta í Grindavík og fór af velli. Hann var ekki í leikmannahópnum gegn Njarðvíkingum í gærkvöldi. Eftir ítarlega skoðun var ákveðið að hann léki ekki og hugsanlegt er að Lawton verði ekki leikfær á næstunni. Ekki er því loku fyrir það skotið að hann haldi heim á ný og Þórsarar semji við annan leikmann í staðinn.