Þór
Stelpurnar skotnar út úr bikarkeppninni
Margrét Árnadóttir, fyrir miðri mynd, gerði mark Þórs/KA á Selfossi í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þór/KA var slegið út úr bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Stelpurnar mættu liði Selfoss á útivelli og töpuðu 4:1. Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir þegar hún skoraði undir lok fyrri hálfleiksins en heimamenn gerðu fjögur mörk í seinni hálfleik og fögnuðu öruggum sigri. Selfyssingar eru þar með komnir í undanúrslit bikarkeppninnar.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.