Fara í efni
Þór

„Stelpurnar okkar“ unnu Keflvíkinga

Margrét Árnadóttir fagnar innilega eftir að hún gerði þriðja mark Þórs/KA og Sandra María Jessen, sem gerði annað mark liðsins, hefur gaman af! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA sigraði Keflavík 3:2 í kvöld á Þórsvellinum í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins.  Tiffany Janea McCarty og Sandra María Jessen komu Stelpunum okkar í 2:0, gestirnir minnkuðu muninn en Margrét Árnadóttir gerði þriðja mark Þórs/KA áður en Keflvíkingar minnkuðu muninn aftur.

Mörk Þórs/KA

1:0 Hulda Ósk Jónsdóttir sendi fyrir markið, markvörðurinn hikaði og Tiffany Janea McCarty komst á milli varnarmanna og skallaði í netið. (42. mín.)

2:0 Hulda Ósk var aftur á ferðinni, átti fasta fyrirgjöf með jörðinni frá hægri (52. mín.), markvörðurinn sló boltann sem skrúfaðist upp í loftið og Sandra María Jessen skoraði með skalla.

3:2 Tiffany sendi boltann (71. mín.) inn í vítateig á Margréti Árnadóttur sem skoraði laglega með vinstrifótar skoti; hún sendi boltann á milli  vinstri markstangarinnar  og markvarðarins.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Sigurmarkið! Tiffany McCarty sendir boltann inn í vítateig ...

... á Margréti Árnadóttur, sem var kominn langleiðina að markteigshorninu vinstra megin þegar hún lét vaða á markið og boltann fór á milli markvarðarins og nærstangarinnar.

Og svo var vitaskuld fagnað að hætti hússins!