Þór
„Stelpurnar okkar“ leika á Selfossi í dag
16.08.2022 kl. 14:50
Leikmenn Þórs/KA við mark Aftureldingar í síðasta heimaleik. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þór/KA mætir liði Selfoss fyrir sunnan í dag í 14. umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Stelpurnar okkar töpuðu 1:0 fyrir Aftureldingu á heimavelli í síðustu umferð þar sem með hreinum ólíkindum var að þeim tækist ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Þær eru því enn í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig eftir 12 leiki, einu stigi meira en Afturelding sem er í efra fallsætinu. Lið Selfoss er í sjötta sæti með 15 stig eftir 12 leiki.