Þór
Stelpurnar náðu í þrjú afar dýrmæt stig
06.07.2021 kl. 20:25
Markaskorarar! Jakobína Hjörvarsdóttir, til vinstri, og Margrét Árnadóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Stelpurnar í Þór/KA náðu sér í þrjú gríðarlega mikilvæg stig í kvöld með 2:1 sigri á Keflavík á útivelli í Pepsi Max deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins.
Jakobína Hjörvarsdóttir gerði fyrra mark Þórs/KA með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu og Margrét Árnadóttir það seinna á 66. mínútu.
Amelía Rún Fjeldsted minnkaði muninn þegar vallarklukkan sýndi 89. mínútu en þó voru tæpar 10 mínútur eftir; uppbótartíminn var óvenju langur vegna skiptinga og meiðsla.
Sigur Stelpnanna okkar var sanngjarn og þær fögnuðu að vonum innilega. Fyrir leikinn var Keflavík einu stigi fyrir ofan Þór/KA en með sigrinum þokast Akureyrarliðið upp í miðja deild.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.