Fara í efni
Þór

Stelpurnar í Þór/KA fá Selfyssinga í heimsókn

Tahnai Annis og Jakobína Hjörvarsdóttir verða í eldlínunni í dag þegar Þór/KA tekur á móti liði Selfoss. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tekur á móti liði Selfoss í dag í Bestu deild kvenna, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst á Þórsvellinum klukkan 16.00.

Sjö umferðir eru að baki í deildinni og er lið Þórs/KA í sjötta sæti með níu stig en Selfyssingar eru með fjögur stig í 10. sæti. Þeir hafa unnið Tindastól á heimavelli og gert jafntefli við Val í Reykjavík.

Stelpurnar okkar byrjuðu á því að vinna 1:0 sigur á sterku liði Stjörnunnar í Garðabæ en töpuðu því næst á heimavelli fyrir Keflvíkingum. Þá fylgdu tveir sigurleikir; á ÍBV í Eyjum og heima á Breiðabliki, en Þór/KA hefur lotið í lægra haldi í þremur síðustu leikjum; fyrri Þrótti og Val á útivelli og FH heima.