Fara í efni
Þór

Stelpurnar í Þór/KA eiga harma að hefna

Sandra María Jessen, sem nú er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, skorar í deildarleiknum gegn Keflavík fyrr í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA sækir lið Keflavíkur heim í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þór/KA er í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig að loknum 10 leikjum en Suðurnesjaliðið er með 12 stig í sjöunda sæti eftir jafn marga leiki.

Óhætt er að segja að Þór/KA eigi harma að hafna í dag. Eftir glæsilegan sigur á Stjörnunni á útivelli í fyrstu umferð Íslandsmótsins í vor tapaði Þór/KA næsta leik 2:1 fyrir Keflavík á heimavelli 1. maí og þegar liðin mættust í lok maí mánaðar í bikarkeppninni í Keflavík lutu Stelpurnar okkar aftur í gras; töpuðu 2:0 og Keflavíkingar fóru áfram í keppninni.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á einni rása Stöðvar 2 Sport.