Fara í efni
Þór

Steinþór framlengir við KA, Saga við Þór/KA

Knattspyrnumaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur skrifað undir eins árs framlengingu samnings við KA.

„Steinþór lauk nýverið sínu fimmta tímabili með KA eftir að hafa komið frá Sandnes Ulf í Noregi fyrir sumarið 2017. Steinþór sem er 36 ára hefur leikið 76 leiki fyrir KA í deild og bikar og hefur í þeim gert fimm mörk. En það er gaman að geta til þess að KA hefur ekki tapað leik þegar Steinþór hefur komist á blað,“ segir á heimasíðu KA.

Þá undirritaði knattspyrnukonan Saga Líf Sigurðardóttir nýjan samning við Þór/KA á dögunum og verður því með liðinu a.m.k. út þetta ár.

„Saga Líf hefur spilað sem miðjumaður, en einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hún á að baki 74 meistaraflokksleiki með Þór/KA og Hömrunum, þar af 34 leiki í efstu deild. Síðastliðið sumar kom hún við sögu í 18 leikjum í deild og bikar,“ segir á heimasíðu Þórs/KA.