Þór
Sölvi frá út sumarið og Jakob á förum
28.07.2021 kl. 11:10
Jakob Snær Árnason, til vinstri, og Sölvi Sverrisson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Sölvi Sverrisson, einn framherja Þórsliðsins í knattspyrnu, meiddist á hné í leiknum gegn Gróttu á dögunum. Í ljós hefur komið að meiðslin eru þess eðlis að hann verður ekki meira með í sumar. Sölvi er 22 ára, hann hefur tekið þátt í 34 leikjum með Þór í deildar- og bikarkeppni og gert þrjú mörk.
Þá er ljóst að Siglfirðingurinn Jakob Snær Árnason er á förum frá Þór. Hann var hvorki í leikmannahópnum í gær né gegn Gróttu á dögunum. Jakob, sem er nýorðinn 24 ára, á að baki 89 leiki með félaginu í deildar- og bikarkeppni og hefur gert átta mörk.