Fara í efni
Þór

Slæmur skellur Þórs í botnslag gegn Blikum

Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórs og lærisveinar hans hafa verið í miklum mótvindi í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu illa fyrir Breiðabliki í gær, 122:94, í botnslag efstu deildar Íslandsmótsins í körfubolta, Subway deildinni. Þór var án stiga fyrir leikinn í Kópavogi en Blikar höfðu nælt í tvö stig.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 23:23 – 39:20 – 62:43 – 31:26 – 29:25 – 122:94

Þórsarar byrjuðu vel en Blikarnir völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta og eftir það varð ekki aftur snúið. Þórsarar hafa þar með tapað fyrstu átta leikjunum í deildinni og er enn án stiga en þar fyrir ofan eru Breiðablik, ÍR og Vestri með 4 stig. Það er því deginum ljósara að leikmenn Þórs þurfa heldur betur að gyrða sig í brók ef ekki á illa að fara.

Tveir útlendinganna sem gengu til liðs við Þór í haust heltust úr lestinni vegna meiðsla eins og áður hefur komið fram en nú hefur verið fyllt í þeirra skörð;  Jeremey Landenbergue var með liðinu öðru sinni í gær og Reginald Keely tók þátt í fyrsta leiknum. 

Smellið hér til að lesa ítarlega umfjöllun Vísis. 

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.