Þór
Skráning á Pollamót Þórs í fullum gangi
10.06.2022 kl. 09:42
Öruggt mark úr vítaspyrnu í uppsiglingu á Pollamóti síðasta árs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Opnað var fyrir skráningar á Pollamót Þórs og Samskipa á dögunum, en það fer fram 1. og 2. júlí. Skráningar fara fram á vef mótsins www.pollamot.is en þeim sem vilja senda inn fyrirspurnir er bent á netfang mótsins, pollamot@thorsport.is segir í tilkynningu. Skráningu lýkur 26. júní.
„Dagskrá mótsins er sérstaklega glæsileg í ár en auk taumlausrar gleði á vellinum munu Einar Ágúst, ClubDub og sjálfur konugur poppsins, Páll Óskar stíga á stokk á mótinu,“ segir á heimasíðu Pollamótsins.
Hér er hægt að skrá lið til keppni á Pollamótinu.
Keppni hefst klukkan 9.00 að morgni föstudags 1. júlí og stendur til klukkan 18.00. Á laugardegi hefst keppni einnig klukkan 9.00 og úrslitaleikir standa yfir frá klukkan 14.00 til 17.00.