Fara í efni
Þór

Skiptu aldrei í efsta gír en unnu þægilega

Aldís Ásta Heimisdóttir, besti maður vallarins, skorar gegn Aftureldingu í dag. Anna Þyrí Halldórsdóttir er lengst ti hægri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór sigraði Aftureldingu, 32:26, í KA-heimilinu síðdegis í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís-deildinni. Staðan var 16:12 í hálfleik.

Sigurinn var býsna þægilegar en Íslands- og bikarmeistarar voru þó ekki sérstaklega sannfærandi gegn botnliðinu. Skiptu aldrei í efsta gír og þurftu þess í raun ekki. Vonandi voru stelpurnar einungis að spara kraftana þar til um næstu helgi – þá sækja þær topplið Vals heim að Hlíðarenda. 

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 10, Aldís Ásta Heimisdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 5 (4 víti), Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Matea Lonac 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1 og Ásdís Guðmundsdóttir 1.

Matea Lonac varði 8 skot og Sunna Guðrún Pétursdóttir 2.

Valur sigraði Fram í dag með eins marks mun, 25:24, á útivelli. Valur er í efsta sæti með 10 stig eftir fimm leiki; liðið hefur unnið alla fimm leikina. KA/Þór og Fram eru bæði með níu stig að loknum sex leikjum.

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði.