Fara í efni
Þór

Skara hefur enn ekki greitt fyrir Aldísi

Aldís Ásta skorar af harðfylgi fyrir KA/Þór gegn Val í KA-heimilinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sænska handboltaliðið Skara HF sem fékk Aldísi Ástu Heimisdóttur frá KA/Þór í fyrrasumar hefur enn ekki greitt umsamda upphæð fyrir hana. 

„Aldís var einn af okkar albestu leikmönnum og nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við okkur. Það var því með semingi að við létum undan óskum leikmannsins um að fá að ræða við erlent lið sem sýndi henni áhuga,“ segir Erlingur Kristjánsson, formaður kvennaráðs KA/Þórs við Akureyri.net.

„Til eru undirritaðir samningar og tölvusamskipti sem staðfesta að Skara ætlaði að borga ákveðna upphæð fyrir Aldísi. Síðan hafa reikningar verið sendir til þeirra en engar greiðslur borist til okkar. Okkur finnst mjög undarlegt að leikmaður geti spilað áfram með liði sem stendur ekki við samninga sína,“ segir Erlingur.

KA/Þór hefur leitað liðsinnis Handknattleikssambands Íslands en málið lítið þokast þrátt fyrir það að sögn Erlings.

Aldís Ásta til Skara HF í Svíþjóð