Fara í efni
Þór

Sjöundi deildarleikur Þórs í röð án marks

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 2:0 fyrir Vestra á Ísafirði í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þetta er sjöundi leikurinn í röð í deildinni þar sem Þórsarar ná ekki að skora.

Lið Þórs er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 20 stig úr jafn mörgum leikjum, þegar tvær umferðir eru eftir. Þróttur er með 11 stig að loknum 19 leikjum en Víkingur frá Ólafsvík er neðstur og fallinn.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.