Fara í efni
Þór

Sjáið glæsilegt mark Jakobínu í gær

Jakobína Hjörvarsdóttir, leikmaður Þórs/KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jakobína Hjörvarsdóttir, hinn stórefnilegi vinstri bakvörður knattspyrnuliðs Þórs/KA, gerði glæsilegt mark þegar liðið vann Keflavík 2:1 á Íslandsmótinu í gærkvöldi. Jakobína, sem verður ekki 17 ára fyrr en um miðjan þennan mánuð, skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Jafnaldra Jakobínu, Þóra Björg Stefánsdóttir, leikmaður ÍBV, gerði einnig frábært mark beint úr aukaspyrnu í gærkvöldi. Myndband af mörkunum birtist á Vísi dag. 

Jakobína kom fyrst við sögu meistaraflokki á Íslandsmóti aðeins 14 ára; kom inn á sem varamaður í leik gegn Val fáeinum dögum fyrir 15 ára afmælið, sumarið 2019. Hún tók þátt í fjórum leikjum það sumar, þar af var hún tvívegis í byrjunarliðinu.

Jakobína á að baki 23 leiki með meistaraflokki á efstu deild og markið hennar í gær var það fyrsta. Þá hefur hún spilað þrjá leiki í bikarkeppninni og einn í Meistarakeppni KSÍ. Hún á 11 leiki að baki með yngri landsliðunum.

 Smellið hér til að horfa á myndbandið.