Fara í efni
Þór

Síðustu andartökin mögnuð - MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Síðustu augnablik lokaleiks KA/Þórs og ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta í dag voru æsispennandi og hætt við að blóðþrýstingur og púls hafi á einhverjum bæjum farið töluvert yfir æskileg mörk.

ÍBV fékk dæmt aukakast bæði á lokasekúndu hefðbundins leiktíma, þegar staðan var 25:25, og í lok framlengingar, þegar KA/Þór var einu marki yfir, 28:27.

Á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma náði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir að koma boltanum í mark heimamanna – sem hefði verið sigurmark leiksins – en hafði tekið of mörg skref að mati dómaranna, sem var rétt ákvörðun. Brotið var á henni og því dæmt aukakast.

Ásta Björt Júlíusdóttir tók aukakastið, kom boltanum yfir varnarvegginn en hann small í þverslánni og í gólfið, utan marklínunnar. Því varð að framlengja. Þar sluppu Stelpurnar okkar í KA/Þór með skrekkinn.

Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net var vopnaður myndavélum sínum í KA-heimilinu. Hér er syrpa frá fyrra atvikinu – það síðara kemur svo neðar.

Svo er það seinna aukakastið. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir freistaði þess þá að jafna eftir að leiktími framlengingarinnar var runninn út, en skaut í varnarvegginn og þar með voru Akureyringar komnir í úrslit.