Fara í efni
Þór

Sanngjarn Þórssigur á toppliði HK-inga

Þórsarar fagna seinna marki dagsins, sem Alexander Már Þorláksson gerði. Frá vinstri: Ion Perelló Machi, sem gerði fyrra markið, Birgir Ómar Hlynsson, Alexander, Harley Willard og Nikola Kristinn Stojanovic. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu sanngjarnan sigur á HK, 2:0, á heimavelli í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. HK er enn í efsta sæti, einu stigi á eftir Fylki sem á nú leik til góða. Þórsarar eru komnir upp í sjötta sæti með 23 stig.

Það var Spánverjinn Ion Perelló Machi sem gerði fyrra markið með glæsilegu skoti utan vítateigs á 19. mínútu og Alexander Már Þorláksson það seinna, þegar hálftími var liðinn; hann fékk sendingu inn fyrir vörnina og vippaði laglega yfir markvörðinn sem kom út á móti.

Nánar í fyrramálið