Fara í efni
Þór

Sandra María og Margrét á landsliðsæfingum

Sandra María Jessen og Margrét Árnasdóttir, leikmenn knattspyrnuliðs Þórs/KA, eru í 29 manna landsliðshópi sem valinn var til æfinga í þessari viku. Í hópnum er eingöngu leikmenn úr innlendum félagsliðum.

Margrét á að baki sjö leiki með yngri landsliðum Íslands og var í æfingahópi U23 landsliðsins í fyrra, en hefur ekki komið við sögu með A-landsliðinu. Sandra María á hins vegar að baki 31 leik með A-landsliðinu og 25 leiki með yngri landsliðum Íslands. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem hún er valin í hópinn.

Á vef Þórs/KA er bent á að tvær til viðbótar sem léku með liðinu í sumar séu í þessum hópi, þær Andrea Mist Pálsdóttir, sem fór frá Þór/KA í Stjörnuna á dögunum, og Arna Eiríksdóttir, leikmaður Vals sem var á lánssamningi hjá Þór/KA í sumar. „Á listanum eru svo fleiri nöfn sem Akureyringar kannast við, fyrrum leikmenn með Þór/KA, þær Anna Rakel Pétursdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir úr Val og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Stjörnunni.“

Smellið hér til að sjá allan hópinn.