Fara í efni
Þór

Sandra María eða Arna Sif best í deildinni?

Arna Sif Ásgrímsdóttir, til vinstri, og Sandra María Jessen í leik Vals og Þórs/KA á Hlíðarenda í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tveir Akureyringar, Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi fyrirliði liðsins og nú leikmaður Vals, koma til greina sem  besti leikmaður Íslandmótsins í knattspyrnu. Arna Sif var kjörin best í fyrra. 

Síðasta umferð deildarinnar fer fram í dag og í kvöld og KSÍ tilkynnti í morgun hverjar urðu í fjórum efstu sætum í kjöri þar sem allir leikmenn liðanna í deildinni kjósa eins og tíðkast hefur í áratugi.

Þær fjórar bestu eru, í stafrófsröð:

  • Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Val
  • Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
  • Kat­her­ine Cous­ins, Þrótti
  • Sandra María Jessen, Þór/​KA

Þær fjór­ar sem urðu efst­ar í kosn­ing­unni á efni­leg­asta leik­mann­in­um eru þess­ar, í staf­rófs­röð:

  • Fann­ey Inga Birk­is­dótt­ir, Val
  • Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
  • Katla Tryggva­dótt­ir, Þrótti
  • Sæ­dís Rún Heiðars­dótt­ir, Stjörn­unni

Leik­irn­ir í lokaum­ferðinni eru þess­ir:

  • 15.45 FH - Þór/​KA
  • 19.15 Val­ur - Breiðablik
  • 19.15 Stjarn­an - Þrótt­ur R.

Valur hefur þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en í dag kemur í ljós hvort Breiðablik eða Stjarnan nær öðru sæti og fær þar með keppnisrétt í undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu á næsta ári. Breiðabliki næg­ir jafn­tefli gegn Val til en tapi Blikarnir hreppir Stjarnan annað sætið með því að vinna Þrótt. Sigri Þróttur hins vegar fer liðið upp fyrir Stjörnuna og í þriðja sæti.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni