Fara í efni
Þór

Rut og Unnur valdar, Rakel Sara datt út

Unnur Ómarsdóttir og Rut Jónsdóttir, fulltrúar KA/Þórs í landsliðinu sem mætir Tyrkjum í tvígang í undankeppni EM. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir, leikmenn handboltaliðs KA/Þórs, eru í landsliðshópnum sem hélt utan í morgun og mætir Tyrkjum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Rakel Sara Elvarsdóttir, hornamaðurinn ungi og efnilegu í KA/Þór, sem var í 19 manna æfingahópi, var hins vegar ekki valin í hópinn sem mætir Tyrkjum. Þjóðirnar mætast á ný á Ásvöllum í Hafnarfirði sunnudaginn 6. mars.

Þessir leikmenn mæta Tyrkjum:

Markverðir
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (35/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (32/1)

Aðrir leikmenn
Andrea Jacobsen, Kristianstad (27/7)
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (8/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (30/31)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (2/0)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (10/8)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (47/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (86/96)
Lovísa Thompson, Valur (25/52)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (104/215)
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (8/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (63/47)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (50/77)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (34/32)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (109/319)