Þór
Rut og Ásdís báðar í landsliðshópnum
31.03.2021 kl. 13:46
Rut Jónsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Ljósmyndir: Þórir Tryggvason.
Handboltakonurnar Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir, leikmenn KA/Þórs, eru báðar í landsliðshópnum sem tilkynntur var í morgun – æfingahópi fyrir tvo leiki við Slóveníu um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember; Ísland mætir Slóveníu ytra 16. apríl en á Ásvöllum í Hafnarfirði 21. apríl.
Heilbrigðisráðaneytið samþykkti í gær undanþágubeiðni HSÍ til hefbundinna æfinga fyrir landsliðið og verður fyrsta æfingin síðdegis í dag. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, að það sé algjört lykilatriði að geta byrjað að æfa. Smellið hér til að lesa fréttina.