Fara í efni
Þór

Rut fyrirliði í 100. landsleiknum

Unnur Ómarsdóttir og Rut Jónsdóttir, til hægri, slaka á fyrir utan hótel landsliðsins í Eskilstuna í morgun. Þær eru fulltrúar KA/Þórs í liðinu að þessu sinni. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs, verður fyrirliði þegar Ísland mætir Svíþjóð í dag í Eskilstuna, í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Þetta verður jafnframt 100. landsleikur Rutar.

„Fyrst og fremst einbeitum við okkur að okkur sjálfum og gera allt sem við mögulega getum til þess að eiga okkar besta leik. Við sjáum svo til hversu langt það fleytir okkur. Vissulega ætlum við okkur að vinna, við erum svo miklar keppnismanneskjur að annað kemur ekki til greina. Hinsvegar er ljóst að andstæðingurinn er afar sterkur og með betra lið en við um þessar mundir,“ segir Rut í samtali við handbolti.is í dag.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma og verður sýndu beint á RÚV. Þá verður Ívar Benediktsson, ritstjóri handboltavefs Íslands, handbolti.is, sem beina textalýsingu úr höllinni.

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið við Rut á handbolti.is.