Fara í efni
Þór

Rut sú fjórða í 100 leiki – vissi ekki af því

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og sonur hennar, Gústaf Ólafsson, þegar Íslandsmeisturunum var fagnað á Akureyrarflugvelli í vor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

„Ég sá þetta fyrst í fréttinni, hafði bara ekkert leitt hugann að þessu fyrr en þá,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður meistaraliðs KA/Þórs og landsliðsins í handknattleik, við Ívar Benediktsson, ritstjóra handbolta.is, þegar hann spurði hvort hún hefði haft augastað á þeim áfanga sem hún nær annað kvöld. Rut verður þá tíunda landsliðskonan til þess að leika 100 A-landsleiki.

„Það er fyrst og fremst heiður að komast í þennan flokk með frábærum handboltakonum,“ sagði Rut. „Eftir að hafa verið lengi í landsliðinu þá segir það ef til vill sína sögu hversu fáa leiki við höfum leikið að nú fyrst sé ég að ná þessum áfanga,” sagði Rut en 14 ár eru liðin síðan hún lék sinn fyrsta A-landsleik, 17 ára gömul. „Reyndar hef ég líka misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla og svo þegar ég var ólétt af syni mínum,“ sagði Rut.

Nánar hér á handbolti.is