Fara í efni
Þór

Rut ekki með og Hulda Bryndís lék lítið

Rut Jónsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir fagna að baki Andra Snæs þjálfara. Arna Valgerður Erlingsdóttir lengst til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Rut Jónsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KA/Þórs í handbolta, meiddist lítillega í leiknum gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ á dögunum. Hún var því ekki með í fyrsta leik Íslandsmótsins í dag, þegar KA/Þór sigraði ÍBV á heimavelli. Rut verður hins vegar klár í slaginn í næsta leik, þegar Stjarnan kemur í heimsókn um næstu helgi, eftir því sem Akureyri.net kemst næst.

Hulda Bryndís Tryggvadóttir, annar lykilmaður liðsins, fann fyrir eymslum snemma leiks í dag og var því nánast ekkert með. Hún vonast til þess að verða einnig til taks strax í næsta leik, en vildi ekki taka neina áhættu í dag.