Fara í efni
Þór

Rut best meistaranna, Árni Bragi bestur í KA

Frá vinstri: Árni Bragi Eyjólfsson, Rakel Sara Elvarsdóttir, Arnór Ísak Haddsson, Martha Hermannsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Jón Heiðar Sigurðsson.

Rut Arnfjörð Jónsdóttir var valin besti leikmaður Íslandsmeistaraliðs KA/Þórs í handbolta og Árni Bragi Eyjólfsson besti leikmaður KA í vetur. Þetta var tilkynnt á lokahófi KA og KA/Þórs á fimmtudagskvöldið og kemur hvorugt á óvart.

Rakel Sara Elvarsdóttir og Arnór Ísak Haddsson voru valin efnilegustu leikmenn liðanna og þau Martha Hermannsdóttir og Jón Heiðar Sigurðsson bestu liðsfélagarnir.